Whole Foods vottun í höfn- stórt skref fyrir Háafell

Í rúm 2 ár hefur Háafell unnið eftir staðli Whole Foods stórmarkaðarins í Bandaríkjunum. Whole Foods hefur sett mjög strangar kröfur sem snúa að umhverfi og velferð ásamt skýrum viðmiðum í samsetningu fóðurs og næringarinnihaldi.

Þessa vikuna var úttekt í fjóra daga þar sem farið var frá óháðri skoðunarstofu í gegnum rekjanleika, lífmassabókhald, skráningar, mælingar og starfsemina sjálfa, bæði á sjó og í seiðastöðinni. Það var því sérstaklega gleðilegt eftir þessa törn að fá það staðfest að staðsetningar Háafells uppfylla Whole Foods staðalinn. Það er stórt skref fyrir alla sem að Háafelli koma og staðfestir ákveðin gæði og heilnæmi vöru okkar.

Dæmi um kröfur úr Whole Foods staðlinum:

  • Engin lyf gegn laxa eða fiskilús
  • Lægri þéttleikaviðmið
  • Bann við notkun kopars á kvíar
  • Strangar kröfur um hvers konar litarefni er notað í fóðrið
  • Rekjanleiki á hráefnum í fóðri
  • EPA+DHA sem eru tvær mikilvægar omega-3 fitusýrur sem eru bráðhollar. Whole Foods setur mörk um 1200 mg/ 114 grömm en lax Háafells er með rúmlega 1600 mg samkvæmt nýlegri mælingu sem er rúmlega 3-4 sinnum dagskammtur. Fyrir áhugasama um gagnsemi omega 3 má lesa sér til nánar hér.

Sannarlega góður áfangi í uppbyggingu á heilnæmri matvælaframleiðslu við Djúpið

Fleiri fréttir

  • Fyrsta seiðaflutningi á Val lokið

    Í gær lauk fyrsta seiðaflutningi á nýjum brunnbáti Háafells, Val ÍS og gekk flutningurinn vel.

  • Aukin afföll í Kofradýpi

    Seinnipart janúar hefur borið á auknum afföllum í þremur kvíum í Kofradýpi. Búið er að tæma eina kvínna og unnið af kappi að klára slátrun upp úr hinum tveimur á helginni.