Fyrsta seiðaflutningi á Val lokið

Í gær lauk fyrsta seiðaflutningi á nýjum brunnbáti Háafells, Val ÍS. Undanfarnar vikur hafa prófanir á búnaði farið fram en tækifærið var nýtt til þess að dæla ferskvatni á kvíarnar til þess að slá á fiskilús í kvíunum, með góðum árangri sem fyrr.

Valur getur flutt rúm 20 tonn af lífmassa í seiðaflutningunum og gekk ferðin í gær vel frá Nauteyri með falleg seiði. Seiðin hafa verið rúmlega 13 mánuði á Nauteyri og vaxið og dafnað vel á þeim tíma. Flutningsafföll eftir að fiskurinn var í kvínni í gær og í dag voru rétt rúmlega 60 fiskar eða um 0.05%

Laxaseiðin eru sett út í Skarðshlíð og verður því haldið áfram næstu daga.

Fleiri fréttir