Reglubundin sýnataka í Kofradýpi

Reglubundin sýnataka í Kofradýpi

Á mánudaginn voru starfsmenn Náttúrustofu Vestfjarða í sýnatöku í Kofradýpi með starfsmönnum Háafells. Tekin eru botnsýni við og í grennd við eldissvæðið og niðurstöðurnar bornar saman við sýni sem voru tekin áður en eldið hófst.

Lokið verður við að uppskera úr Kofradýpi á næsta ári, þá fer svæðið í hvíld og að hvíld lokinni, vorið 2026 verða tekin sýni tekin að nýju sem verða borin saman við fyrri sýni. Umhverfisstofnun fer yfir niðurstöðurnar og gefur grænt ljós á útsetningu að nýju ef allt er eins og það á að vera. Þannig tryggjum við og göngum úr skugga um að lífríkið í kringum kvíarnar sé heilbrigt og í jafnvægi.

Fleiri fréttir