Lax Háafells úr Ísafjarðardjúpi er framúrskarandi sjávarafurð framleidd í eins mikilli sátt við náttúruna og framast er unnt eftir ströngustu stöðlum.
Vottanir
Háafell vinnur eftir tveimur megin stöðlum. Global GAP og
Whole Foods-staðlinum. Whole Foods-staðallinn er mjög
strangur og kveður meðal annars á um bann við notkun
lyfja vegna lúsar, strangar þéttleikatakmarkanir, enga
notkun kopars og kröfu um hátt hlutfall omega-3 fitusýra.
Whole Foods setur sjálft þessar stífu kröfur og eru aðeins
hluti eldisfyrirtækja sem ná að uppfylla þær.


